Suzuki Connect

Með Suzuki CONNECT verður ánægjan meiri en þú hefur áður upplifað. Nýtt snjallsímaforrit opnar nýjar leiðir, þú veist allt um bílinn óháð staðsetnigu og veðri. Athugið að virkni appsins gæti verið takmörkuð hérlendis vegna persónuverndarlaga.

Áminningar

Áminningar munu láta þig vita ef þú hefur gleymt að læsa bílnum en þá getur þú notað appið til að læsa honum úr fjarlægð. Appið lætur þig líka vita ef þú hefur gleymt að slökkva á ljósunum eða hazardljósunum, svo þú getir farið og slökkt á ljósunum og sparað rafhlöðuna. 

Staðsetningartæki

Nú getur þú auðveldlega fundið hvar þú lagðir bílnum með staðsetningartæki bílsins, sem sýnir á korti hvar slökkt var á vélinni seinast. Einnig getur þú deilt staðsetningu bílsins með öðrum.

Athugið

  • Ef lagt er í bílastæðahúsi með mörgum hæðum getur staðsetningarbúnaðurinn ekki greint á milli hæða
  • Ef lagt er í bílastæðakjallara þar sem er lélegt samband er erfitt að gefa nákvæma staðsetningu.

Aksturssaga

Suzuki Connect gerir þér kleift að sjá aksturssögu bílsins síðustu 18 mánuði. Hægt er að flokka ferðirnar á mismunandi máta, eftir bílstjórum, ferðum og flokkað hvort um einkanotkun eða fyrirtækjanotkun sé að ræða ef bíllinn er notaður sem atvinnutæki. Hægt er að hala niður gögnum úr appinu sem CSV skrá.

Mismunandi upplýsingar varðandi aksturssögu

  • Dagur og tími
  • Tímalengd
  • Lengd ferðar
  • Meðaleldsneytisneysla
  • Upphafs- og endapunktur ferðar

Svæðistilkynningar

Með Suzuki Connect getur þú sett upp að fá tilkynningu í appið þegar bíll fer inn eða út úr ákveðnu svæði.

Tímatilkynningar

Með Suzuki Connect getur þú sett upp að fá tilkynningu í appið þegar bíll er notaður utan fyrirfram ákveðins tíma.

Tilkynningar vegna viðvörunarljósa

Ef það kviknar á viðvörunarljósi í mælaborðinu færðu tilkynningu í appið um hver orsök vandans eru og hver næstu skref eru. Þá geturðu notað appið til að hringja beint í Suzuki umboðið eða hringt í vegaaðstoð.

Viðhald bíls

Til að halda bílnum við sem best við færðu tilkynningar þegar komið er að fara með bílinn í skoðun. Einnig færðu tilkynningu ef það er innköllun eða það er þjónustuherferð í gangi.

Fáðu Suzuki Connect í símann þinn

Sendu okkur eftirfarandi til að hægt sé að virkja appið í símanum þínum.

1. Fullt nafn og kennitölu þeirra sem hafa aðgang að bílnum

2. Bílnúmer bílsins/bílanna

3. Símanúmer og netfang

eða soludeild(hja)suzuki.is