• Um okkur

Suzuki á Íslandi sérhæfir sig i sölu og þjónustu á Suzuki bifreiðum, mótorhjólum, fjórhjólum, varahlutum og aukahlutum með það að leiðarljósi að veita úrvals þjónustu á öllum sviðum. Suzuki leggur mikinn metnað í að veita viðskiptavinum sínum persónulega, góða og faglega þjónustu.

Opnunartímar

BílasalaVarahlutirHjól og utanborðsmótorarVerkstæði
Mán - fim8-178-178-178-17
Fös8-178-178-178-16
Lau13-16LokaðLokaðLokað
SunLokaðLokaðLokaðLokað

Sími 568-5100

Heimilisfang Skeifan 17 108 Reykjavík

Fyrirtækið er skráð í hlutafélaga og firmaskrá. Kennitala: 551289-1689. Virðisaukaskattsnúmer 16148


  • Tímamót í Suzuki:

1981 -Sala Suzuki bifreiða hófst á Íslandi er Þórir Jónsson þáverandi eigandi Sveins Egilssonar hf. hóf Innflutning á Suzuki bílum til Íslands. -Sala hófst á Suzuki Alto. 1984 -Sala hófst á Suzuki Swift sem hefur verið einn af vinsælustu bílum á Íslandi undanfarin ár. 1989 -Tveir af starfsmönnum Sveins Egilssonar hf. keyptu umboðið og yfirtóku reksturinn þeir Úlfar Hinriksson og Þorbergur Guðmundsson. Við þau kaup var nýtt fyrirtæki stofnað sem heitir Suzuki bílar hf. og tók það við umboði Suzuki bifreiða hér á landi. Suzuki bílar hf. fluttu við kaupin starfsemi sína yfir í gamla Ford húsið í Skeifunni 17 og það starfrækt þar enn þann dag í dag. 1991 -Evrópu frumsýning á Suzuki Vitara 5.dyra 1995 -Suzuki Baleno frumsýndur á Íslandi. 1998 -Sala hófst á Suzuki Jimny -Sala hófst á Suzuki Grand Vitara 2001 -Sala hófst á Grand Vitara XL7 2006 -Suzuki- umboðið á Íslandi, Suzuki-bílar, fagnaði 25 ára afmæli sínu, en fyrsti bíllinn var afgreiddur til viðskiptavinar um mánaðamótin janúar-febrúar 1981 og þá undir hatti Sveins Egilssonar. 2008 -Suzuki hjólaumboðið hf. í Hafnarfirði keypt og reksturinn yfirtekinn, við kaupin var starfsemi Suzuki hjólaumboðsins flutt í Skeifuna 17. 2010 -Sala hófst á Suzuki Kizashi 2011 -Semoco ehf ( Suzuki verkstæðið ) keypt og reksturinn yfirtekinn, er ennþá starfrækt í Skeifunni 17. 2013 -Suzuki S- Cross nýr tímamótajepplingur frá Suzuki frumsýndur á Íslandi. 2014 -25 ára afmæli frá stofnun Suzuki bíla hf. 2015 – Fjórða kynslóðin af Vitara var frumsýndur í Suzuki í september. Vitara er verðurgur arftaki Grand Vitara. Vitara kom fyrst á markaðinn fyrir meira en 25 árum. 2016 – Suzuki S-Cross frumsýndur í Suzuki, S-Cross er bíll sem setur ný viðmið í jepplingaflokki. Frumsýning á spennandi Vitara S, sportleg og flott viðbót við Vitara línuna. Suzuki Swift náði 5 milljóna markinu á árinu. Samanlögð sala Suzuki Swift sem kom fyrst á markað í nóvember 1984, fór yfir fimm miljónir eintaka í byrjun apríl 2016. 2017 – Það gleðjast án efa margir yfir því að Suzuki endurlífgaði á dögunum gamla línu, Suzuki Baleno. Breyttur Baleno er í millistærð, rúmgóður og ótrúlega sparneytinn. Frumsýning á Suzuki Ignis, fjórhjóladrifnum míkró jeppa sem er fyrstur sinnar tegundar á Íslandi. 2018 – Bíll ársins 2018! Swift vann sér inn verðskuldað 1.sæti í Bíll ársins 2018 í flokki minni fólksbíla.