Suzuki Vitara er með rúmbetri sportjeppum í sínum stærðarflokki. Innanrýmið býður upp á þægindi fyrir ökumann og farþega og um leið hlýlegar vistarverur. Hágljáandi fletir í mælaborði gefa innanrýminu fágað yfirbragð og hægt er að panta bílinn með litaflötum í innréttingunni sem eru samlitir yfirbyggingunni.
Vitara er gerður fyrir fimm manns og farangur þeirra. Gott pláss er í aftursætum fyrir þrjá fullorðna og aðgengi að farþegarýminu er einstaklega þægilegt. Sérstaka athygli vekur gott höfuðrými jafnt í fram- og aftursætum. Sætin eru þægileg og styðja vel við líkama ökumanns og farþega. Farangursrýmið er 375 lítrar og er stillanlegt eftir þörfum. Þegar þörf er á enn meira flutningsrými er farangursrýmið stækkanlegt með því að fella niður sætisbök aftursætanna að hluta til að að öllu leyti með einfaldri aðgerð.
Víða í innanrýminu er að finna hentugar hirslur fyrir ýmsa smáhluti sem fylgja með á ferðalaginu. Það er auðvelt að ganga að öllu vísu á ferðalögunum í nýjum Vitara.
Nýr Vitara er hlaðinn tæknibúnaði. Fyrir miðju mælaborðs er hágæða, sjö tommu snertiskjár með AppleCarplay og Android Auto snjallsímatengingu. Þá er Vitara auk þess fáanlegur með leiðsögukerfi, aksturskerfi og öflugu hljómkerfi með stafrænu útvarpi.


  • all

Vitara státar af leðurklæddu fjölaðgerðastýri með stjórnrofum fyrir hraðastilli, aksturstölvu, hljómtæki, síma og fleira. Stjórntæki eru þannig öll innan seilingar sem stuðlar að auknu öryggi í umferðinni.
Þessu til viðbótar er Vitara hlaðinn öryggisbúnaði, jafnt virkum sem óvirkum. Hár öryggisstaðall ásamt mikilli notkun hástyrktarstáls í yfirbyggingu skilaði nýjum Vitara fullu húsi stiga í öryggisprófunum.

Suzuki Vitara fær fullt hús stiga, fimm stjörnur, í árekstrarprófun hinnar virtu, evrópsku stofnunar Euro NCAP. Suzuki Vitara fékk hæstu einkunn í öllum fjórum helstu prófunarþáttunum, þ.e. öryggi farþega, öryggi barnungra farþega, öryggi annarra vegfarenda og akstursstoðkerfi sem stuðla að auknu öryggi. Kröfurnar sem þarf að uppfylla á þessu sviði eru strangari en nokkru sinni áður.

Nánar um Strong Hybrid

Vitara kom fyrst á markað fyrir meira en 25 árum. Nú er hann kynntur sem fjórða kynslóð og enn sem fyrr sem hreinræktaður jeppi sem uppfyllir nútímakröfur um sparneytni, akstursgetu og þægindi.
Vitara er státar af stílhreinni hönnun en um leið öllum einkennum hreinræktaðs jeppa með fjölbreytta notkunarmöguleika. Vitara kemur með hátæknivæddu 4WD Allgrip fjórhjóladrifskerfinu og er valkostur þeirra sem leita að gæðum, tækni og þægindum á hagkvæmu verði.
Það sem einkennir nýjan Vitara er sportleg hönnun yfirbyggingar og léttleiki bílsins. Léttleiki bílsins skilar sér meðal annars í afburða sparneytni og aksturseiginleikum sem einkennast af lipurð og snerpu í borgarumferðinni jafnt sem úti á þjóðvegunum.
Vitara kemur með ríkulegum staðalbúnaði. Má þar meðal annars nefna hraðastilli með aðlögun, sem á sjálfvirkan hátt stillir af fjarlægð að næsta bíl á undan, og brekkuvara, sem auðveldar ökumanni að taka af stað upp brekkur, tveggja skynjara hemlastoðkerfi, akreinavara, akreinastýringu, svigakstursvara, umferðamerkjavara og blindblettavara. Fjórhjóladrifskerfið býður upp á fjórar mismunandi stillingar, þ.e. sjálfvirka stillingu, sportstillingu, snjóstillingu og driflæsingu.

Verð og búnaður

Verð GL+ GLX
Sjálfskiptur 1,5L Strong Hybrid 6.790.000 kr. 7.130.000 kr.
Þægindi GL+ GLX
Vökvastýri x x
Velti og aðdráttarstýri x x
Rafstýrðar rúðuvindur x x
Fjarstýrðar samlæsingar x x
Lykillaus ræsing x
Lykillaus hurðaopnun x
Loftkæling x x
Bakkmyndavél x x
Leiðsögukerfi x
Regnskynjari x
Birtuskynjari f/ aðalljós x
Frjókornasía x x
Útvarp x x
Margmiðlunarskjár með AppleCarplay, Android Auto x x
Fjarstýring í stýri x x
USB tengi x x
Bluetooth x x
Skynvæddur hraðastillir x x
Mælaborð GL+ GLX
Upplýsingaskjár: Klukka, útihitamælir x x
Loftþrýstingsskynjari x x
Aðvörunarljós fyrir öryggisbelti ökumanns x x
Þriggja arma stýrishjól Leðurklætt x x
Veltistýri x x
Geymsluhólf x x
Mælaborðsklæðning Silfur x x
Innrétting GL+ GLX
Glasahaldarar tveir að framan x x
tveir að aftan x x
Flöskustandar í framhurðum x x
Sætaáklæði Tau x
Leður og Alcantara x
Framsæti Hæðarstilling á framsætum x x
Vasi á sætisbökum x x
Sætahitari x x
Aftursæti 60 / 40 skipting x x
Geymsluhólf undir farangursrými x x
Hilla yfir farangursrými x x
12 volta raftengi í mælaborði og  farangursrými x x
Ytri búnaður GL+ GLX
Þokuljós Framan x x
Aftan x x
Reyklitaðr rúður x x
Dökkar rúður x
Panorama sóllúga x
Þakbogar x x
Samlitir stuðarar x x
Felgur 17 tommu álfelgur x x
Öryggi GL+ GLX
Sjö öryggisloftpúðar x x
Tveggja skynjara hemlastoðkerfi, akreinavari x x
Akgreinastýring, svigakstursvari x x
Umferðamerkjavari, blindblettavari x x
ISO FIX barnastólsfestingar x x

Tæknilegar upplýsingar

Vél Bensín Strong Hybrid
Rúmtak 1462
Drifbúnaður Fjórhjóladrif
Gírskipting Sjálfskiptur
Mál
Lengd (mm) 4.175
Breidd (mm) 1.775
Hæð (mm) 1.610
Hjólahaf 2.500
Sporvídd Framan (mm) 1.535
Aftan (mm) 1.505
Veghæð (mm) 185
Beygjuradíus (m) 5,2
Rými
Sætafjöldi 5
Farangursrými Hámark 1.046  (lítrar)
Niðurfeld sæti 642 (lítrar)
Upprétt sæti 289 (lítrar)
Eldsneytistankur 47  (lítrar)
Vél

Rúmtak cc 1.462
Stimplar 4
Ventlar 16
Borvídd / slaglengd (mm) 74,0 x 85.0
Þjöppuhlutfall 13,0
Hámarksafköst              kw/snm 75/6.000
Hámarks snúningsvægi   m/snm 138/4.400
Hestöfl 115
Eldsneytiskerfi
Gírskipting 1500
Gerð 6 þrepa AT
Gírhlutföll 1.gír 3.846
2.gír 2,238
3.gír 1,540
4.gír 1,170
5.gír 0,868
6.gír 0,660
Bakkgír 3,769
Drifhlutföll 4,688
Undirvagn
Stýri Tannstangarstýri
Fjöðrun Framan MacPherson turnar / gormar
Aftan Fjölliða / gormar
Hemlar Framan Loftkældir diskar
Aftan Diskar
Hjólbarðar 215/55R17
Þyngdir sjálfskiptur
Eiginþyngd     kg 1.315
Heildarþyngd kg 1,780
Afköst sjálfskiptur
Hámarkshraði 180
Hröðun 0-100 km/h  sek 13,5
Eldsneytisnotkun sjálfskiptur
Bæjarakstur  lítrar / 100 km 6,8
Utanbæjar     lítrar / 100 km 5,0
Meðaleyðsla  lítrar / 100 km 5,8
C02 132