Persónuverndaryfirlýsing

Suzuki á Íslandi er umhugað um friðhelgi einkalífs og kappkostar að vernda upplýsingar þínar hvort heldur sem um er að ræða almennar upplýsingar eða persónuupplýsingar. Hér fyrir neðan er
PERSÓNUVERNDARYFIRLÝSING Suzuki á Íslandi.

Almennt

Suzuki á Íslandi er umhugað um friðhelgi einkalífs og kappkostar að vernda persónuupplýsingar þínar. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu kemur fram hvernig við umgöngumst þær persónuupplýsingar sem við geymum um þig og hvaða réttindi þú átt varðandi upplýsingarnar. Yfirlýsingin nær einnig til systurfélaga okkar, Semoco ehf. og Suzuki Umboðsins hf. eftir því sem við á.

Ábyrgðaraðili

Suzuki Bilar hf., kt. 551289-1689, Skeifunni 17, 108 Reykjavík er ábyrgðaraðili fyrir þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við þjónustu og vörur Suzuki á Íslandi.
Hvaða upplýsingum söfnum við?
Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um einstakling sem gera mögulegt að persónugreina hann, beint eða óbeint. Við söfnum einkum eftirfarandi persónuupplýsingum um þig:
• Tengiliðaupplýsingar, s.s. nafn, kennitölu, heimilisfang, tölvupóstfang og símanúmer.
• Greiðsluupplýsingar, t.d. greiðslukortanúmer og upplýsingar um greiðslur.
• Tæknileg gögn, t.d. IP-tölur og önnur gögn tengd notkun þinni á vefsíðu okkar.
• ANNAÐ, t.d. gögn samfélagsmiðla.
Hvernig söfnum við upplýsingum
Tengiliðaupplýsingum söfnum við frá þér í gegnum síma, eftir heimsókn þína í bílasal okkar, hjólabúð, verkstæði, varahlutaverslun, af sýningu af vefsvæði, í gegnum tölvupóst eða með öðrum hætti þar sem þú hefur m.a. veitt sjálfviljugur þessar upplýsingar. Jafnframt höldum við utan um greiðsluupplýsingar og útgefna reikninga sem eru nauðsynlegar vegna samningssambands okkar og til að uppfylla skilyrði skatta- og bókhaldslaga.
Við notkun þína á vefsvæði okkar söfnum við vissum upplýsingum með notkun vafrakaka (e. cookies). og með sambærilegri tækni. Sjá vefkökustefnu félagsins hér.
Tilgangur vinnslu okkar á persónuupplýsingum
Við vinnum eingöngu persónuupplýsingar þínar að því marki sem lög heimila. Helstu tilvik eru eftirfarandi:
• Til að svara fyrirspurnum þínum og/eða bregðast við óskum þínum, t.d. til að senda þér fréttabréf eða tilkynningu um viðburð.
• Til að efna samning okkar við þig um veitingu ákveðinnar þjónustu eða vöru,
• Til að gæta lögmætra hagsmuna Suzuki á Íslandi,
• Til að gera þér kleift að deila efni á samfélagsmiðlum af vefsvæði okkar, til að afgreiða verðlaun, styrki eða framlög eftir því sem við á og/eða til að gera þér kleift að taka þátt í leikjum, keppnum, kynningarherferðum, könnunum eða öðrum kynningum á okkar vegum. Í einhverjum tilvikum kunna að vera viðbótarupplýsingar sem þú þarft að kynna þér sérstaklega og hvetjum við þig til að gera það.

 

Notkun persónuupplýsinga í markaðstengdum tilgangi

Að því gefnu að þú veitir okkur samþykki þitt getum við notað persónuupplýsingar þínar til að kynna fyrir þér vörur og þjónustur frá okkur, eignartengdum félögum eða samstarfsaðilum. Við gætum einnig sent þér annað markaðstengt efni sem við teljum að þú gætir haft áhuga á.
Þessi samskipti gætu átt sér stað í gegnum tölvupóst, síma, bréfleiðis eða með SMS. Þú getur alltaf afturkallað samþykki þitt hvenær sem þér hentar til að koma í veg fyrir að við sendum þér efni í markaðstengdum tilgangi í framtíðinni. Í slíkri beiðni þarf að koma skýrt fram að þú viljir ekki fá sent frá okkur efni, framvegis. Suzuki á Íslandi geymir og varðveitir beiðnir þar að lútandi.

Miðlun til þriðju aðila

Í því skyni að uppfylla þann tilgang sem lýst er hér að ofan kann að vera nauðsynlegt að miðla persónugreinanlegum upplýsingum um þig til þriðju aðila. Slíkir aðilar geta verið ábyrgðaraðilar eða vinnsluaðilar eftir atvikum. Helstu dæmi um slíka aðila eru eftirfarandi:
Þjónustuaðilar okkar, t.d. hýsingaraðilar UT-búnaðar og fjarskiptafyrirtæki;
Ráðgjafar okkar, t.d. lögmenn, endurskoðendur og vátryggjendur;
Innheimtufyrirtæki. Með samþykki þínu getum við notað auglýsingafyrirtæki sem telst til þriðja aðila til að setja inn auglýsingar á vefsvæðið okkar.
Við miðlum gögnum einungis að því marki sem nauðsynlegt er og heimilum þriðju aðilum ekki önnur not þeirra.

Öryggi persónuupplýsinga

Suzuki á Íslandi viðhefur viðeigandi öryggisráðstafanir í því skyni að hindra að persónuupplýsingar þínar glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi. Aðgangur að upplýsingunum er auk þess takmarkaður við þá aðila sem nauðsyn ber til og sem eru bundnir trúnaðarskuldbindingu. Ef upp kemur öryggisbrestur sem hefur áhrif á persónuupplýsingar munum við tilkynna slíkt til Persónuverndar og eftir atvikum til þín eftir því sem lög mæla fyrir um.
Teljir þú að samskipti þín við okkur séu ekki örugg, biðjum við þig um að láta okkur umsvifalaust vita um vandamálið með því að senda póst á netfangið: personuvernd@suzuki.is.
Hve lengi eru persónuupplýsingar geymdar?
Persónuupplýsingar geymum við aðeins svo lengi sem nauðsyn ber til í þeim tilgangi sem þeirra var aflað. Geymslutími slíkra persónuupplýsinga fer eftir eðli upplýsinganna og þeim lagareglum sem gilda um viðkomandi vinnslu persónuupplýsinga, t.d. skatta- eða bókhaldslöggjafar. Í einstaka tilvikum kann einnig að vera nauðsynlegt að geyma gögn vegna lögmætra hagsmuna Suzuki á Íslandi , t.d. vegna deilumála.

 

Réttur þinn

Í vissum tilvikum átt þú réttindi samkvæmt persónuverndarlöggjöf í tengslum við vinnslu okkar á persónuupplýsingum. Ef þú vilt neyta þessara réttinda biðjum við þig að hafa samband við okkur og við munum leitast við að svara beiðni þinni eins fljótt og auðið er (í flestum tilvikum innan eins mánaðar frá móttöku) nema um sé að ræða margar eða umfangsmiklar beiðnir. Við kunnum að óska eftir viðbótarupplýsingum frá þér í tengslum við beiðni þína, t.d. vegna auðkenningar.
Suzuki á Íslandi tekur almennt ekki gjald fyrir afhendingu gagna eða afgreiðslu annarra beiðna. Við áskiljum okkur þó rétt á að innheimta gjald eða synja um afhendingu þegar um er að ræða beiðnir sem eru bersýnilega tilhæfulausar, óhóflegar eða margendurteknar.
Réttur til aðgangs: Þú átt rétt á að óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum um þig og að fá afhent afrit upplýsinganna. Með þeim hætti getur þú fullvissað þig um að upplýsingarnar séu réttar og að vinnsla okkar á þeim sé í samræmi við lög. Réttur til að flytja eigin gögn: Í vissum tilvikum kannt þú að eiga rétt á að fá afhentar persónuupplýsingar um þig, sem þú hefur látið okkur í té, á algengu, tölvulesanlegu sniði. Þú átt líka rétt á að senda þessar upplýsingar til annars ábyrgðaraðila.
Réttur til leiðréttingar: Ef einhverjar upplýsingar um þig eru rangar eða ónákvæmar átt þú almennt rétt á að láta okkur leiðrétta þær.  Réttur til eyðingar: Í vissum tilvikum getur þú átt rétt á að við eyðum persónuupplýsingum sem við geymum um þig. Þetta á einkum við í þeim tilvikum þar sem upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar, ef þú hefur andmælt vinnslu upplýsinganna (sbr. hér að neðan), ef vinnslan reynist ólögmæt, eða ef vinnslan byggði á samþykki sem þú hefur síðar afturkallað. Suzuki á Íslandi áskilur sér þó rétt til að meta í hvert eitt sinn hvort skylt sé að eyða gögnum. Réttur til að andmæla vinnslu: Ef vinnsla okkar byggir á lögmætum hagsmunum Suzuki á Íslandi eða annarra, og þú telur að vegna aðstæðna þinna brjóti vinnslan gegn grundvallarréttindum þínum, getur þú andmælt vinnslunni. Ef þú andmælir, hættum við vinnslunni nema við getum bent á ríkari lögmæta hagsmuni af að halda henni áfram.  Réttur til takmörkunar á vinnslu: Í eftirtöldum tilvikum átt þú rétt á að við stöðvum vinnslu persónuupplýsinga:
• ef þú vefengir að persónuupplýsingarnar séu réttar (þangað til við getum staðfest að þær séu réttar),
• vinnslan er ólögmæt, en þú vilt ekki að persónuupplýsingunum sé eytt,
• við þurfum ekki lengur á persónuupplýsingunum að halda fyrir vinnsluna en þú þarfnast þeirra til þess að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur,
• þú hefur andmælt vinnslunni, sbr. að ofan. Í því tilviki stöðvum við vinnslu meðan við höfum ekki bent á ríkari lögmæta hagsmuni okkar af að halda henni áfram.
Réttur til að afturkalla samþykki: Í þeim tilvikum þar sem við byggjum vinnslu á samþykki þínu er þér ávallt heimilt að afturkalla slíkt samþykki. Afturköllun þýðir þó ekki að vinnsla sem fór fram áður en samþykki var afturkallað sé ólögmæt.

Árangursmælingar

Suzuki á Íslandi safnar upplýsingum um mætingu þátttakenda á auglýsta viðburði ásamt því að safna upplýsingum um notkun á vörum og þjónustu okkar. Þetta er gert til að skilja betur hvaða þættir þjónustunnar nýtast viðskiptavinum best og til að mæla viðbrögð þeirra við nýjum vörum og þjónustum eða breytingum á núverandi vörum eða þjónustu.
Persónuverndarfulltrúi/Tengiliður. Ef þú hefur spurningar, athugasemdir, eða kvartanir fram að færa varðandi þessa persónuverndaryfirlýsingu eða meðferð Suzuki á Íslandi á persónuupplýsingum getur þú haft samband við okkur á netfangið personuvernd@suzuki.is.
Ef þú telur þig ekki hafa fengið úrlausn þinna mála er þér ávallt heimilt að beina kvörtun til Persónuverndar (vefsíða: www.personuvernd.is).

Breytingar

Persónuverndaryfirlýsing þessi var samþykkt þann [x.y.2019].
Persónuverndarstefna okkar er í stöðugri skoðun og því kann þessari persónuverndaryfirlýsingu að verða breytt. Við munum birta allar slíkar breytingar vefsíðu okkar www.suzuki.is.
Með sama hætti er okkur mikilvægt að upplýsingar um þig séu ávallt sem réttastar. Því biðjum við þig góðfúslega að láta okkur vita ef tengiliðaupplýsingar þínar (t.d. símanúmer þitt eða netfang) eða aðrar upplýsingar breytast

Vefkökustefna

Suzuki á íslandi sem til einföldunar verður hér eftir talað um sem „Suzuki“ eða „við“.
Stefna okkar um notkun á vefkökum felur í sér skilgreiningu á því hvað vefkökur eru og hvernig þær eru notaðar á vefsvæðum okkar. Við hvetjum þig til að kynna þér vefkökustefnuna til að skilja betur og átta þig á í hvaða tilgangi við notum þær, hvaða upplýsingum er safnað, hvaða gerðir af vefkökum við notum og hvernig upplýsingarnar eru nýttar. Einnig felur stefnan í sér upplýsingar um rétt þinn í tengslum við notkun á vefkökum. Við áskiljum okkur rétt til að breyta stefnunni um vefkökur hvenær sem er með því að gera nýja stefnu aðgengilega á vefsvæði okkar.
Hvað eru vefkökur?
Vefkökur eru litlar textaskrár sem vefsvæði senda í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir vefsvæði okkar.
Með notkun á vefkökum getum við þekkt og vitað hvaða tæki þú notar þegar þú heimsækir vefsvæði okkar. Vefkökur geta geymt upplýsingar eins og texta, númer, dagsetningar og fleira.

Vefkökur okkar geyma ekki persónugreinanleg gögn né deilum við upplýsingum sem við söfnum með þriðju aðilum.
Notendur vefsvæðanna hafa alltaf möguleika á að loka fyrir notkun á vefkökum eða að veita leyfi í hvert skipti sem vefsvæði okkar er notað. Slíkar stillingar gætu haft áhrif á virkni vefsvæðisins og þannig takmarkað notkun þess að hluta eða öllu leiti.
Hvernig notum við vefkökur?
Almennt eru vefkökur notaðar til að vefsvæðið virki eða þau starfi betur og sé skilvirkari. Með því að nota vefkökur er okkur kleift að gera alla notkun þína á vefsvæðinu þægilegri og betri. Við notum eingöngu vefkökur sem við teljum gagnlegar og nauðsynlegar.

Á vefsvæðum okkar notum við vefkökur til að fylgjast með hvernig þau virka og munum kjörstillingar þínar s.s. tölvuna þína eða búnað.

Yfirlit yfir vefkökur okkar
Tæknilegar vefkökur:
Vefkökur þessar eru nauðsynlegar vegna reksturs á vefsvæðum svo þau og eiginleikar þess virki. Tæknilegar vefkökur eru settar sjálfkrafa inn á tölvuna þína þegar þú ferð inn á vefsvæðið, nema þú hafir valið að vafrinn þinn hafni vefkökum.
Með skiptingu á milli http og https tryggja þessar kökur m.a. öryggi notenda. Þær vista einnig ákvörðun notenda um notkun á kökum á vefsvæði okkar.

Frammistöðu vefkökur:
Þessar vefkökur eru ekki nauðsynlegar við notkun vefsvæða okkar en þær gegna mikilvægu hlutverki fyrir notkun og virkni þeirra. Með þeim getum við safnað upplýsingum um frammistöðu vefsvæða og auðveldar okkur þannig að aðlaga það að þörfum notenda, s.s. með því að senda þér sértæk tilboð.

Hvaða vefkökur notum við frá þriðja aðila?
Við notum vefkökur sem tilheyra þriðja aðila á vefsvæðum okkar, s.s.frá Google, Facebook, Instagram og Youtube. Þessir aðilar geta komið fyrir vefkökum í vöfrum notenda og með þeim hætti nálgast upplýsingar um aðgengi og notkun á vefsvæðunum. Slíkar þjónustur eru einkum notaðar til að afla upplýsinga um notkun á vefsvæðunum svo betur sé hægt að aðlaga þau að þörfum notenda. Nánari upplýsingar um hvernig þriðju aðilarnir nota vefkökur má nálgast á vefsíðum þeirra.

Suzuki bílar hf.  notar Google Analytics til vefmælinga. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir og fleira. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu og ekki er gerð tilraun til að tengja slíkar upplýsingar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

Þinn réttur

Þegar þú kemur í fyrsta skipti inn á vefsvæði okkar ert þú spurð(ur) hvort þú samþykkir notkun á vefkökum. Þú getur hvenær sem er lokað fyrir vefkökur með því að hreinsa þær út eða eyða þeim úr vafranum þínum. Þú getur líka breytt stillingum fyrir vefkökur í vafranum þannig að hann taki ekki á móti þeim.
Nánari upplýsingar um vefkökur. ( linkur á þær )

Hafa samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar um notkun okkar á vefkökum þá vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á personuvernd@suzuki.is.

 

Reykjavík, 5. spetember 2019.