Hybrid, tvinnaflrásartækni

Samspil lítillar vélar og stoðafls frá liþíum-jóna rafgeymi. Til að ná fram enn meiri sparneytni innleiddum við nýja tvinnaflrás frá Suzuki “Hybrid”. Hybrid kerfið sér vélinni fyrir viðbótarafli með léttu og fyrirferðalitlu ISG-kerfi (innbyggðum startrafal) sem gegnir hlutverki rafmótors og afar skilvirkum liþíum-jóna rafgeymi með afburða orkurýmd og afkastagetu. Tvinnaflrásin hentar fullkomlega fyrir smábíl og býr yfir fyrirtaks eiginleikum sem stuðla jafnt að eldsneytissparnaði og minni rýmisnotkun.

Texti

Sjálfvirk stöðvun vélar. Vélin stöðvast og raftæki eru knúin með rafmagni frá rafgeymunum. Með þessu móti degur úr eldsneytisnotkun.

Endurstart. ISG þjónar hlutverki startara og endurræsir vélina hljóðlega og snuðrulaust.

Hröðun. ISG kerfið styður vélina þegar tekið er af stað úr kyrrstöðu og þegar bílnum er hraðað. Með þessu móti dregur úr eldsneytisnotkun.

Hraðaminnkun. ISG nýtir sér hraðaminnkun til að framleiða rafmagn sem hlaðið er með skilvirkum hætti inn á rafgeymana.