Teygðu mörkin. Farðu lengra og upplifðu meira. Uppgötvaðu frelsið sem fylgir akstursgetu raunverulegs jeppa. e-VITARA setur ný viðmið fyrir næstu kynslóð jeppa með útblásturslausri rafknúinni aflrás. Þú og e VITARA – kynni sem gleymast ekki í bráð.
Hönnun innanrýmisins kallast á við hönnunarþætti í yfirbyggingu og endurspeglar jafnt hátæknivætt eðli e VITARA sem rafbíls og getu hans sem fjórhjóladrifsbíls. Hátæknibragur er af búnaði; innbyggða skjákerfinu, frístandandi miðjustokki, umhverfislýsingu og óvenjulegu formi á stýri. Hönnunin á mælaborðinu ber með sér ævintýraanda og fyrirheit um hreinræktaða 4×4 jeppagetu, með háum millistokki og fjórum loftræstiristum ásamt framsætum sem styðja vel við líkama ökumanns og farþega.

Eðal „málmdýr” var heróp hönnuðanna sem lögðu af stað í þá vegferð að búa umgjörð um e VITARA. Þeir vildu með hönnuninni endurspegla hátæknilegt eðli hans sem háþróaðs rafbíls sem byggi jafnframt yfir afli og afköstum fjórhjóladrifins jeppa sem opnar möguleika á ævintýri af ýmsu tagi. Lagleg hliðarlína bílsins einkennist af miklu hjólhafi og stórum hjólbörðum sem skapa kraftmikið og lipurt svipmót utan um rúmgott og langt farþegarýmið.
Tæknilegar upplýsingar
Helsti búnaður | |
Fjöldi dyra | 5 |
Vél | Rafmagn |
Stærð rafhlöðu | 61 kWst |
Drifbúnaður | Fjórhjóladrif (4WD) |
Gírskipting | Einhraða rafdrif |
Mál | |
Lengd (mm) | 4.275 |
Breidd (mm) | 1.800 |
Hæð (mm) | 1.635 |
Hjólhaf | 2.700 |
Sporvídd (Framan) | 1.540 |
Sporvídd (Aftan) | 1.545 |
Veghæð (mm) | 180 |
Beygjuradíus (m) | 5,2 |
Rými | |
Sætafjöldi | 5 |
Farangursrými | GLX: 306L, GL: 310L (upp í sætabak) |
Afköst | |
Hámarkshraði | 150 km/klst |
0–100 km/klst | 7,4 sek |
Drægni | 395 km |
Undirvagn | |
Stýri | Tannstangarstýri |
Fjöðrun (Framan) | MacPherson gormar |
Fjöðrun (Aftan) | Fjöliðjafjöðrun |
Hemlar (Framan) | Kældir diskar |
Hemlar (Aftan) | Kældir diskar |
Hjólbarðar | |
Hjólbarðar | 225/55/R18 – 225/50/R19 |
Þyngdir | |
Eiginþyngd (kg) | 1.891 |
Heildarþyngd (kg) | 2.360 |
Dráttargeta (kg) | Tölur væntanlegar |