Teygðu mörkin. Farðu lengra og upplifðu meira. Uppgötvaðu frelsið sem fylgir akstursgetu raunverulegs jeppa. e-VITARA setur ný viðmið fyrir næstu kynslóð jeppa með útblásturslausri rafknúinni aflrás. Þú og e VITARA – kynni sem gleymast ekki í bráð.

Hönnun innanrýmisins kallast á við hönnunarþætti í yfirbyggingu og endurspeglar jafnt hátæknivætt eðli e VITARA sem rafbíls og getu hans sem fjórhjóladrifsbíls. Hátæknibragur er af búnaði; innbyggða skjákerfinu, frístandandi miðjustokki, umhverfislýsingu og óvenjulegu formi á stýri. Hönnunin á mælaborðinu ber með sér ævintýraanda og fyrirheit um hreinræktaða 4×4 jeppagetu, með háum millistokki og fjórum loftræstiristum ásamt framsætum sem styðja vel við líkama ökumanns og farþega.

Eðal „málmdýr” var heróp hönnuðanna sem lögðu af stað í þá vegferð að búa umgjörð um e VITARA. Þeir vildu með hönnuninni endurspegla hátæknilegt eðli hans sem háþróaðs rafbíls sem byggi jafnframt yfir afli og afköstum fjórhjóladrifins jeppa sem opnar möguleika á ævintýri af ýmsu tagi. Lagleg hliðarlína bílsins einkennist af miklu hjólhafi og stórum hjólbörðum sem skapa kraftmikið og lipurt svipmót utan um rúmgott og langt farþegarýmið.

Tæknilegar upplýsingar

Helsti búnaður
Fjöldi dyra 5
Vél Rafmagn
Stærð rafhlöðu 61 kWst
Drifbúnaður Fjórhjóladrif (4WD)
Gírskipting Einhraða rafdrif
Mál
Lengd (mm) 4.275
Breidd (mm) 1.800
Hæð (mm) 1.635
Hjólhaf 2.700
Sporvídd (Framan) 1.540
Sporvídd (Aftan) 1.545
Veghæð (mm) 180
Beygjuradíus (m) 5,2
Rými
Sætafjöldi 5
Farangursrými GLX: 306L, GL: 310L (upp í sætabak)
Afköst
Hámarkshraði 150 km/klst
0–100 km/klst 7,4 sek
Drægni 395 km
Undirvagn
Stýri Tannstangarstýri
Fjöðrun (Framan) MacPherson gormar
Fjöðrun (Aftan) Fjöliðjafjöðrun
Hemlar (Framan) Kældir diskar
Hemlar (Aftan) Kældir diskar
Hjólbarðar
Hjólbarðar 225/55/R18 – 225/50/R19
Þyngdir
Eiginþyngd (kg) 1.891
Heildarþyngd (kg) 2.360
Dráttargeta (kg) Tölur væntanlegar